Vitundarvakning

Segðu það upphátt

Rauð Fjöður 2025

          Landssöfnun Lionshreyfingarinnar          

 

Inngangur

Píeta samtökin vilja endurvekja forvarnarstarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára haustið 2025.

#segðu það upphátt" heitir verkefnið og með þessu forvarnarstarfi verður opnað á umræðuna um sjálfsvíg og geðheilbrigði hjá þessum hópi ungs fólks.

Þetta verður átak í vitundarvakningu fyrir ungt fólk

Í verkefninu felst:

  • Fræðsla um sjálfsvígsforvarnir
  • Hvernig þekkja á áhættumerki/áhættuþætti
  • Hjálpleg bjargráð fyrir ungt fólk

Yfirskriftin

Með yfirskriftinni #segðuþaðupphátt minnum við á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina eða baklandið ef þér líður illa, en ekki mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðarlaus hjá, við séum tilbúin að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar.

Hringferð

Farið verður hringferð um Ísland haustið 2025 og haldin verður fræðsla í öllum framhaldsskólum á landsvísu. Einnig er stefnt að því að hringferðin tengi Píeta samtökin við Lions klúbbana út um allt land.

Píeta rútan

Meðferðaraðilar samtakanna fara hringferðina með sérstakri Píeta rútu og sinna fyrirlestrum og forvarnarstarfi. Rútan merkt með logo Lions og Píeta og merkinu „segðu það upphátt“. Reynt yrði samstarf við Strætó.

Tölfræði

 Í skýrslu sem gefin var út í lok árs 2023 um skjólstæðinga Píeta voru teknar fyrir niðurstöður um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir fyrir Meira en 2000 nemendur í 9. bekk.

Rannsóknir sýna að 23-24% af nemendum í 9.bekk hafi haft sjálfsvígshugsanir.

Einnig sýna niðurstöður að 47,5% af skjólstæðingum Píeta samtakanna er á aldrinum 18-30 ára.

Því er óhjákvæmilegt að fullyrða að sjálfsvígsvandinn sé til staðar hjá ungu fólki á íslandi og nauðsynlegt að bregðast við.

Fjárþörf

 Áætluð fjárþörf verkefnisins er um 20.000.000  

  • Auglýsingar: 11.000.000
  • Laun starfsfólks: 5.000.000
  • Rúta: 2.500.000
  • Gisting: 500.000
  • Fæði: 150.000
  • Bensín: 100.000
  • Uppsetning á heimasíðu: 250.000

Markmið verkefnisins

Markmið verkefnisins er að efla þekkingu og vitund ungs fólks á sjálfsvígsvandanum og þekkja þau úrræði sem eru í boði. Einnig er markmiðið að draga úr skömminni sem getur fylgt sjálfsvígshugsunum og að það sé í lagi að tala um hlutina. Besta forvörnin er að segja frá.

Ef þér líður illa, segðu frá #segðuþaðupphátt

Lokaorð

Allt of oft erum við , sem samfélag, að bregðast við eftir á þegar við hefðum getað komið í veg fyrir skaða. Þetta verkefni er liður í því að vera fyrirbyggjandi þegar kemur að sjálfsvígsvandanum.

Saman getum við bjargað lífi. ÞAÐ ER ALLTAF VON