Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október á hverju ári í þeim tilgangi að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.
Dagurinn er jafnframt nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Verkefnið nefnist:: Sýn 2020: Rétturinn til sjónar (Vision 2020: Right to sight).
Samkvæmt tölum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru 285 milljónir manns blindir eða sjónskertir (65% 50 ára eða eldri). Af þessum fjölda eru 246 milljónir sjónskertir (63% eldri en 50 ára) og 39 milljónir eru blindir (82% 50 ára eða eldri).
Ísland
Á Íslandi eru um 1500 einstaklingur á skrá hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru 7% á aldrinum 0 til 18 ára, 20% eru á aldrinum 19 66 ára og 73% eru á aldrinum 67 ára og eldri.
Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hér á landi eru: AMD eða ellihrörnun í augnbornum, RP (Retinitis Pigmentosa) sem er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og Gláka sem er sjóntaugarsjúkdómur.
Ellihrörnun í augnbornum
Af þeim sem eru sjónskertir hér á landi eru 57% með ellihrörnun í augnbornum (AMD). Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. AMD þróast hægt í byrjun en getur í
sumum tilvikum breyst snögglega til hins verra og krafist meðhöndlunar strax.
RP
Retinitis Pigmentosa eða RP er samheiti yfir vissa meðfædda hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu augans. Þetta eru alvarlegir
sjúkdómar þar sem þeir herja á ungt fólk og leiða í sumum tilvikum til alblindu. Með þennan sjúkdóm eru um 6% allra
blindra og sjónskertra. Algengasta byrjunar einkenni RP er náttblinda.
Gláka
Gláka er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Hún er þriðja algengasta orsök blindu og sjónskerðingar meðal Íslendinga í dag, 4% allra sjónskertra. Gláka orsakast af skemmdum í sjóntaug, sem smám saman veldur þrengingu á sjónsviði viðkomandi og getur sjónin orðið lík því að horft sé í gegnum rör. Ef ekkert er að gert versnar líka miðjusjón og einstaklingurinn getur orðið blindur.
Aðrar orsakir
Meðal annarra orsaka fyrir blindu og sjónskerðingu má nefna sykursýki, en þeim tilfellum fer fjölgandi, sýkingar, slys og tilfelli þar sem einstaklingar fæðast án sjónar.
SÝN í tilefni af Alþjóðlegum sjónverndardegi á Íslandi
Í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum gefa Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, út 8 síðan fræðslublað sem fengið hefur nafnið SÝN, og dreift er með Fréttablaðinu. Í blaðinu er starfsemi útgefenda kynnt, fjallað um augnsjúkdóma og sjónvernd, leiðsöguhunda, aðgengismál og Blindravinnustofuna sem er 70 ára um þessar mundir. Tenging við blaðið
Fyrirlestur um gláku og glákuvarnir í tilefni af Alþjóðlegum sjónverndardegi
Fimmtudaginn 13. október kl 17:00, á alþjóðlegum sjónverndardegi, verður Guðmundur Viggósson augnlæknir með fyrirlestur um gláku og glákuvarnir í fundarsalnum í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Guðmundur mun meðal annars fjalla um góðan árangur sem náðst hefur í glákuvörnum hér á landi. Víðast í löndunum í kringum okkur er gláka önnur algengasta orsök blindu og sjónskerðingar en hér á landi er hún í þriðja sæti. Fyrirlesturinn er í boði Blindrafélagsins, Lions á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.