Alþjóðahjálparsjóður Lions, LCIF

Alþjóðahjálparsjóður Lions, LCIF (Lions Clubs International Foundation), var stofnaður árið 1968.

Hlutverk Alþjóðahjálparsjóðs Lions, LCIF, er að styðja við verkefni Lionsklúbba og samstarfsaðila þeirra við að þjóna samfélögum í nærumhverfinu og á heimsvísu, gefa von og hafa áhrif á lífsgæði með styrkjum til mannúðarverkefna.  Frá stofnun hefur LCIF fjármagnað mannúðarverkefni um allan heim, með framlögum Lionsfélaga, almennings og samstarfsaðila.  Rekstrarfyrirkomulag LCIF tryggir að 100% framlaga endi sem styrkir eða verkefni.  Ekkert af styrktarfé er notað til rekstrar- eða stjórnunarkostnaðar.
Um það bil 75% framlaga til sjóðsins eru fengin með tilnefningu til Melvin Jones.  Framlag vegna tilnefningar til Melvin Jones félaga er 1.000 US$

Framlög úr LCIF renna fyrst og fremst til átta höfuðflokka:

Alþjóðahjálparsjóðurinn, LCIF, þykir um margt merkilegur á heimsvísu og hefur fengið fjölmargar viðurkenningar.  Til dæmis má nefna að sjóðurinn hefur:
· þrisvar sinnum verið tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels
· þrisvar sinnum verið valinn af Finacial Times sem besti alþjóðlegi óháði hjálparsjóður heims
· margoft fengið hæstu mögulegu einkunn „Charity Navigator“ fyrir stjórnun, áreiðanleika og gegnsæi

Styrkja LCIF í gegnum Lionsskrifstofuna

Styrkja LCIF í gegnum Alþjóðasíðu Lions

Nánar um LCIF https://www.lionsclubs.org