Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Alþjóðahjálparsjóður Lions, LCIF (Lions Clubs International Foundation), var stofnaður árið 1968.
Hlutverk Alþjóðahjálparsjóðs Lions, LCIF, er að styðja við verkefni Lionsklúbba og samstarfsaðila þeirra við að þjóna samfélögum í nærumhverfinu og á heimsvísu, gefa von og hafa áhrif á lífsgæði með styrkjum til mannúðarverkefna. Frá stofnun hefur LCIF fjármagnað mannúðarverkefni um allan heim, með framlögum Lionsfélaga, almennings og samstarfsaðila. Rekstrarfyrirkomulag LCIF tryggir að 100% framlaga endi sem styrkir eða verkefni. Ekkert af styrktarfé er notað til rekstrar- eða stjórnunarkostnaðar.
Um það bil 75% framlaga til sjóðsins eru fengin með tilnefningu til Melvin Jones. Framlag vegna tilnefningar til Melvin Jones félaga er 1.000 US$
Framlög úr LCIF renna fyrst og fremst til átta höfuðflokka:
Alþjóðahjálparsjóðurinn, LCIF, þykir um margt merkilegur á heimsvísu og hefur fengið fjölmargar viðurkenningar. Til dæmis má nefna að sjóðurinn hefur:
· þrisvar sinnum verið tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels
· þrisvar sinnum verið valinn af Finacial Times sem besti alþjóðlegi óháði hjálparsjóður heims
· margoft fengið hæstu mögulegu einkunn „Charity Navigator“ fyrir stjórnun, áreiðanleika og gegnsæi
Styrkja LCIF í gegnum Lionsskrifstofuna
Styrkja LCIF í gegnum Alþjóðasíðu Lions
Nánar um LCIF https://www.lionsclubs.org