Orkester Norden

 

Orkester Norden

Orkester Norden er eitt af mörgum norrænum samstarfsverkefnum Lionshreyfingarinnar. Upphafið á sér rætur í  Svíþjóð á árunum 1986–1987 þegar þáverandi alþjóðaforseti fól sænskum Lionsfélaga, Lennart Fridén, að finna samnorrænt verkefni fyrir ungt fólk á aldrinum 15 -25 ára. Lennart, sem var skólastjóri við tónlistarskóla, datt strax í hug að sameina ungt fólk í tónlist með því að koma á laggirnar sinfóníuhljómsveit í hæsta gæðaflokki.

Orkester Norden er nú skipuð hæfileikaríku ungu fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Um það bil valinna 80 ungmenna hittast tvær vikur hvert sumar og æfa og spila sinfóniska tónlist. Frá árinu 1993, en þá var sveitin stofnuð, hafa frægir hljómsveitarstjórar stjórnað Orkester Norden og lagt metnað sinn í að miðla tónlistararfinum til komandi kynslóða tónlistarfólks. Þar má t.d nefna Esa-Pekka Salonen, Paavo Järvi og Vasily Petrenko.Orkester Norden

Orkester Norden er í alla staði samnorrænt verkefni. Tónlistarfólk, stjórnendur sem og

allir skipuleggjendur ásamt fjárhagslegum stuðningsaðilum, þar með talin Lionshreyfingin, eru frá Norðurlöndunum.

Orkester Norden er sameiginlegur suðupunktur  þar sem norrænn menningararfur er styrktur í bland við nýjungar á tónlistarsviðinu. Sá vettvangur sem hljómsveitin skapar veitir þátttakendum dýrmæta reynslu sem þeir taka með sér inn í framtíðina við tónlistarstörfin.

Orkester Norden skiptir um aðsetur, innan Norðurlandanna, á 5 ára fresti.

Á hverju ári eru sendar út auglýsingar til tónlistarskóla. Þar geta þau ungmenni sem áhuga hafa á sótt um að fá að spila með Orkester Norden. 

Orkester Norden

 

Orkester Norden