Lions leggur lið
Kjörorð Lions er: ,,Við leggjum lið (We Serve). Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Lionsklúbbar eru skipaðir athafnasömu og félagssinnuðu fólki og er góður vettvangur fyrir fólk sem vill vinna að velferðarmálum.
Alþjóðleg Lionsverkefni
LCIF - Alþjóðahjálparsjóður Lions er hinn opinberi líknarsjóður allra Lionsklúbba. LCIF hefur veitt 700 milljónir dollara í 100.000 styrki til að bæta líf fólks um allan heim. Árlega veitir LCIF styrki fyrir um 30 milljónir Bandaríkjadala. En auk þess sinna allir Lionsklúbbar margs konar öðrum verkefnum á svið líknar- og menningarmála. Ákveðin verkefni eru skilgreind á verksviði Lions: Samfélagsverkefni, Menningarverkefni, Umhverfismál, Heilbrigðis- og velferðarmál og Lions með börnum og ungmenum. Lionsklúbbar sinna gjarnan sinni heimabyggð, síðan landsverkefnum og einnig alþjóðlegum verkefnum. Alþjóðleg verkefni sem Lions á Íslandi tekur virkan þátt í eru m.a. Unglingaskipti, Lions Quest, Friðarveggspjaldakeppni ungmenna, Ljósmyndasamkeppni i náttúrumyndum o.fl.
Alþjóðleg verkefni Lions á Norðurlöndum Lions í Svíþjóð styrkir m.a. verkefni fyrir börn og unglinga í austur Evrópu; sjónvernd m.a. með gleraugnasöfnun. Sænski neyðarsjóðurinn bregst rausnarlega við náttúrhamförum.
Lions í Noregi styrkir mörg verkefni erlendis, m.a. augnspítala í Úganda, Zambíu og Malawi; vatnsbrunna í Úganda; skóla í Kenya, Úganda, Indlandi og Chile og m.fl.
Lions í Danmörku styrkir verkefni m.a. í Bólivíu, Líberíu, Litháen og Sierra Leone.
Lions í Finnlandi styrkir m.a börn á Sri Lanka, ungmenni í Eystrasaltslöndunum, barnaheimili, skóla, sjúkrahús, elliheimili og fjölskyldur í rússnesku Kirjálahéruðunum.
Lions á Íslandi hefur einkum stutt samnorræn verkefni, en heimili fyrir munaðarlaus og fötuð börn í Friazino í Rússlandi var okkar framlag 1990 og höfum við stutt það síðan.
Netsamfélagið Lions Lions Clubs International urðu alþjóðleg samtök löngu fyrir daga Internetsins. Í dag er auðveldara en nokkru sinni fyrr að vera alþjóðlegur og tengjast Lions hvar sem er í heiminum hvenær sem er.