Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Alþjóðahjálparsjóður Lions er þýðing á Lions Clubs International Foundation, skammstafað LCIF. Hlutverk sjóðsins er að miðla framlögum Lionsklúbba til Lionsverkefna á mörgum sviðum líknar- og mannúðarmála, víðs vegar um heiminn.
LCIF var valið í fyrsta sæti Frjálsra félagasamtaka (NGO) af Financial Times árið 2007 og er enn númer eitt.
LCIF var tilnefnt til friðarverðlauna Nobels, af Jimmy Carter fyrrv. Bandaríkjaforseta og stofnanda Carter Center. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WHO segir að árangurinn í baráttu við blindu, sé að mestu að þakka sjónverndarátaki Lions.
Sjóðurinn LCIF var stofnaður 1968. Frá upphafi hefur LCIF veitt 700 milljónir Bandaríkjadala í styrki til að bæta líf fólks um allan heim. Sjóðurinn veitir að meðaltali 30 milljónir Bandaríkjadala á ári. LCIF er viðurkennd alþjóðleg mannúðarsamtök og stærst á sviði sjónverndar.
Íslendingar hafa fengið styrk úr sjóðnum vegna eldgoss í Vestmannaeyjum, snjóflóða á Súðavík og Flateyri og jarðskjálftanna á Suðurlandi. Einnig hefur sjóðurinn styrkt kaup á búnaði fyrir augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúss; búnað vegna hjartsláttartruflana á LSH; ómskoðunartæki fyrir krabbameinsrannsóknir á LSH; við byggingu Hleina við Reykjalund; til þýðingar og útgáfu Lions Quest námsefnisins. Einn af fyrstu styrkjum sjóðsins til Íslands var vegna gossins í Vestmannaeyjum 1973:
Framlög í sjóðinn eru frjáls og koma frá Lionsklúbbum. Einstaklingar, stofnanir og félagasamtök utan Lions geta einnig lagt sjóðnum lið. Hver króna sem gefin er til LCIF fer 100% til líknar- og mannúðarmála, ekki ein króna í yfirbyggingu. LCIF á gott samstarfi við önnur frjáls félagasamtök og fyrirtæki, við að styrkja stærri verkefni. Náttúrhamfarir á Haití. Lions gaf 6 milljónir Bandaríkjadala til þessa verkefnis.