Reglugerð fyrir Hjálparsjóð Lionsfjölumdæmis 109.
- Sjóðurinn heitir Heiðurssjóður Guðrúnar Bjartar. Sjóðurinn er nefndur til heiðurs Guðrúnu Björt Yngvadóttir alþjóðaforseta Lions 2018-2019. Sjóðurinn skal ávaxtaður með bestu kjörum eins og þau eru á hverjum tíma. Stofnfé sjóðsins er kr. 2.500.000,-.
- Markmið sjóðsins er að veita neyðaraðstoð og styrkja innlend og alþjóðleg verkefni.
- Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur einstaklingum. Einn skal kjörinn á Fjölumdæmisþingi til þriggja ára í senn, skal sá vera formaður sjóðsins. Guðrún Björt Yngvadóttir tilnefni einn til þriggja ára í senn sem skal vera ritari sjóðsins. Skal kjörtímabil þeirra skarast um tvö ár. Sá þriðji er fráfarandi fjölumdæmisstjóri og situr hann í eitt ár. Formaður stjórnar skal sitja í Fjölumdæmisráði fjölumdæmis 109.
- Fjölumdæmisstjórn, fjölumdæmisráð, einstakir klúbbar og svæði geta sent tillögur eða beiðnir til sjóðsins um styrkveitingar.
- Stjórn sjóðsins skal fjalla um allar tillögur og beiðnir sem sjóðnum berast og afgreiða þær án óþarfa tafa. Einfaldur meirihluti stjórnar ræður hvort af styrkveitingu verður.
- Við úthlutun úr sjóðnum má ekki ganga á stofnfé nema um sé að ræða neyðaraðstoð.
- Stjórn sjóðsins skal leitast við að bæta sjóðnum upp útgjöld vegna styrkja sem fyrst. Fjár til sjóðsins má afla með frjálsum framlögum, minningarkortum Lions, eða með öðrum tiltækum ráðum sem tengja má líknarverkefnum Lionshreyfingarinnar.
- Reglum þessum verður aðeins breytt eða sjóðurinn lagður niður með samþykki einfalds meirihluta á Fjölumdæmisþingi.
Uppfært í nóvember 2022