Viltu verða félagi í Lions?

 Í Lions er margt í boði 

  • Í Lions gefst kostur á að gera samfélagi og nærumhverfi gagn.
  • Lionsstarfið er mjög skemmtilegt.
  • Það er gefandi.
  • Heilbrigðismál, menntamál, málefni aldraðra og fatlaðra hafa notið ríkulegs stuðnings Lionshreyfingarinnar. Auk þess hafa lionsfélagar lagt mikinn skerf til umhverfismála.
  • Í Lions verða til vinabönd og dýrmæt tengsl sem endast oftast til lífstíðar. 
  • Lionshreyfingin býður félögum sínum uppá fræðslu og þjálfun í félagsmálum. Þar á meðal er sérstakur sérstakur Leiðtogskóli. Þeir sem taka að sér stjórnarstörf í Lions er boðið upp á tilheyrandi fræðslu.
  • Lionsstarfið er ekki bara skemmtileg vinna, heldur skemmta menn sér saman og eiga góðar stundir.

 

 Hvar er nálægur lionsklúbbur?

 

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að ganga til liðs við Lionshreyfinguna. 

Þegar sendur var út spurningalisti til Lionsfélaga og þeir spurðir hvers vegna þeir væru félagar í Lions voru helstu svörin á þá leið að það væri ánægjulegt að gera gagn í samfélaginu og í sínu nærumhverfi, að vera með vinum sínum í sjálfboðastarfi, og að reyna eitthvað nýtt.  Þau verkefni sem veittu félögunum mesta ánægju að styðja við eru:

  • Heilbrigðismál
  • Menntamál
  • Málefni aldraðra
  • Málefni fatlaðra 
  • Umhverfismál

Lionshreyfingin gefur félögum sínum tækifæri til þess að sækja ýmis námskeið tengd félagsstörfum og styrkja sig á þeim vettvangi.  Öllum verðandi stjórnarmönnum gefst kostur á því að sækja formannaskóla, ritaraskóla og gjaldkeraskóla.  Verðandi svæðisstjórar sækja sinn skóla einnig.  Það má því segja að félögum í Lionshreyfingunni gefist kostur á að efla þekkingu sína og kunnáttu með þátttöku sinni í hreyfingunni. 

Flaggskip okkar er Leiðtogaskólinn, þar sem gefst kostur á að sækja námskeið og vinna verkefni í hópavinnu.

Í Lionshreyfingunni eignast félagar vini og kunningja til lífstíðar og eins og sagt er, þá er maður manns gaman, enda er Lionsstarfið ekki bara skemmtileg vinna, heldur skemmta menn sér saman og eiga góðar stundir.

Algengt er að fólk mæti á kynningarfund í nálægum lionsklúbbi og fái frekari kynningu á félagsskapnum og starfinu.  Í því felst engin skuldbinding um inngöngu í lionsklúbb.

 Mæta á kynningarfund