Siðameistarar

Glærur Siðameistaranámskeið 

Siðameistari (Tail Twister)

 

Kjörtímabil 1 ár.
Á sæti í stjórn klúbbsins sem meðstjórnandi. Hlutverk Siðameistari skal halda uppi góðum félagsanda á klúbbfundum og leitast við að gera þá lifandi og skemmtilega án þess að slíkt gangi út í öfgar.

Aðgerðir til árangurs:
● Með því að hafa fundi létta og skemmtilega vinna siðameistari og stjórn markvisst að því að fyrirbyggja brottfall félaga úr klúbbnum.
● Siðameistara er heimilt að sekta klúbbfélaga réttlátlega. Alla peninga sem siðameistari innheimtir skal hann afhenda gjaldkera en þeir fara í félagasjóð klúbbsins.
● Siðameistari má beita sektum fyrir nær allt sem honum dettur í hug! – Frami manna í starfi, afmælisdagar, fjölgun í fjölskyldunni og margt fleira kemur til greina.
● Þá sektar siðameistari alla þá sem ekki mættu á síðasta fund og án nokkurrar undantekningar hvern einasta félaga sem er ekki með Lionsmerki.
● Siðameistari getur skipað félögum að koma með skemmtiatriði/ræðu á næsta fund.
● Æskilegt er að stjórn skipi varasiðameistara ár hvert.