Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionshreyfingin fylgir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (Sustainable Development Goals) um sjálfbæra þróun til ársins 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi milli þróunar í efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu tilliti. Þau fela í sér samstarf fyrir mannkynið allt, frið og hagsæld á jörðinni.
Lions á Íslandi styður við þessi markmið með ýmsum hætti. Fjölmargir Lionsklúbbar stunda skógrækt og hafa sumir gert það um langt árabil. Aðrir eru í samstarfi við Kolvið um að kolefnisjöfnun og planta út trjám í skógræktarlund sinn í því skyni.
Sérhver Lionsklúbbur leggur mat á þjónustuþörf fyrir sitt nærumhverfi. Þannig er það í valdi hvers klúbbs fyrir sig að setja fram markmið til umhverfismála og framkvæma þau.
Einn klúbbur hefur haldið úti uppgræðslu í Baldurshaga, við Hvítavatn undir Langjökli með frábærum árangri og annar hefur staðið að uppgræðslu á Haukadalsheiði og þannig mætti áfram telja.
Lions á Íslandi er í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Landgræðsluna ásamt fleiri aðilum um söfnun birkifræja á haustin. Markmiðið með því er að endurheimta skógana sem eyddust eftir landnám og skila landinu til næstu kynslóðar skógi vöxnu.
Lionsklúbbar um land allt sinna hinum fjölmörgu verkefnum í umhverfismálum nærsamfélaga sinna. Sumir klúbbar plokka, aðrir taka þátt í að hreinsa strandir landsins með Bláa hernum.
Kjörorð Lions er „Leggjum lið“ og er þá átt við að Lions leggur öllum góðum samfélagsmálum lið.