Um fræðslumál Lions

Fræðsluteymið

Fræðslumál í fjölumdæmi og umdæmum eru í höndum fræðsluteymis, GLT, sem eru starfsárið 2024-2025:

  • Halldór Kristjánsson, GLT MD109, halldor@tv.is/893 0090
  • Sigríður Guðmundsdóttir, GLT D109A, sigud69@gmail.com/863 7996
Hafa skal samband við þau ef óskað er námskeiðs á klúbbfund, svæðisfund eða á annan atburð. Námskeið sem eru haldin reglulega eru kynnt í viðburðaskrá vefsins. Hikið ekki við að hafa samband ef þið viljið fá fræðslu til ykkar.
 

Hvaða almenn námskeið eru í boði fyrir klúbba og svæði?

Margs konar námskeið eru í boði og verða þau helstu talin upp hér:

Stjórnendaskólinn

  • Haldinn fyrir stjórnendur klúbba á Lionsþingum, eða netinu:
    • Formannaskóli
    • Svæðisstjóraskóli
    • Ritaraskóli
    • Gjaldkeraskóli
  • Upprifjunar- og framhaldsnámskeið:
    • Ritaraskóli að hausti 
    • Svæðisstjóraskóli – framhald
    • Formannafundir
  • Umdæmisstjóranámskeið
    • Fyrsti varaumdæmisstjóri (ásamt námi erlendis)
    • Annar varaumdæmisstjóri

Leiðtoganámskeið

Um er að ræða lengri námskeið sem haldin eru reglulega í sal samkvæmt heimild frá alþjóðaskrifstofunni:

Leiðtogaskólinn (RLLI)

  • Þrír dagar með þéttri dagskrá
    • Lions baklandið
    • Skapandi hugsun
    • Að halda góða fundi
    • Áhrifaríkur málflutningur
    • Tímastjórnun
    • Að virkja og hvetja
    • Að takast á við breytingar
    • Ræðuflutningur nemenda og sjálfsmat
    • Persónuleg markmið
    • Fjölbreytileiki
    • Markmiðssetning
    • Öflugt hópstarf
    • Að leysa ágreining

Verðandi leiðtogar (ELLI)

  • Tveggja daga skóli í sal:
    • Lions, fortíð, nútíð og framtíð
    • Breytingastjórnun
    • Að styðja við Lions teymi *)
    • LCIF og LCIF kynning
    • Samskipti *)
    • Virk fundarstjórnun *)
    • Fjölbreytileiki *)
    • Lions Mentoring Program
    • Skapandi hugsun *)
    • Að tryggja árangursríkt klúbbstarf

Hikið ekki við að hafa samband ef þið viljið fá fræðslu til ykkar.