Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Fyrsti Lionsklúbburinn í Evrópu var stofnaður í Svíþjóð og er fjölumdæmið í Svíþjóð nefnt MD 101 (Multi District).
Af Norðurlöndunum var Noregur næst með MD 104 svo kom Danmörk með MD 106, Finnland með 107 og Ísland með MD 109.
Lionsklúbbarnir á Norðurlöndunum hafa með sér samstarf á mörgum sviðum.
NSR (norrænt samstarfsráð) er myndað af fjölumdæmisráðum Norðurlandanna fimm.
Fulltrúar Norðurlandanna hittast á þingum (NSR þingum) í janúar á hverju ári.
Þingin eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum og fer fjölumdæmisstjóri þess Norðurlandanna hvar þingið er haldið með forsæti. Hann boðar aðra fjölumdæmisstjóra Norðurlandanna til fundar, gjarnan strax á alþjóðaþingi sem markar upphaf starfsárssins, setur upp dagskrá, stjórnar fundi, annast samræmingu milli Norðurlandanna um tímasetningar NSR þinga og svo frv. Á slíkum fundum er einnig sett upp hvar og hvenær fjölumdæmisþing (Årsmöte) eru haldin á hinum Norðurlöndunum til að forðast að þau séu haldin um sömu helgi.
Það tíðkast að fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum sæki sem gestir fjölumdæmisþing hinna landanna þar sem fráfarandi umdæmis- eða fjölumdæmisstjóri veljast gjarnan sem fulltrúar er forsenda þess að svo megi verða að þingin séu ekki á sömu helgi.
Valið er eitt verðugt samnorrænt verkefni til tveggja ára svonefnt NSR verkefni. Norðurlöndin fjármagna NSR verkefnið hvert að sínum hluta sem tekur mið af fjölda Lionsfélaga í hverju landi. Ísland er með u.þ.b. 4% af heildar félagafjölda Norðurlandanna.
Hlutur Íslands í NSR verkefninu er því um 4%.
Annað samnorrænt verkefni er sem er sumarsinfóníuhljómsveit ungmenna á aldrinum 15 – 25 ára frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Frá 1993 hefur ungt tónlistarfólk komið saman að sumri til æfinga og tónleikaferðalaga