70. Lionsþing umdæmis 109 verður haldið í Ólafsvík dagana 25.-26.apríl 2025.
Hér skrá Lionsfélagar sig á þingið, velja skóla, skemmtanir, mat og annað fyrir sig og maka/félaga ef um er að ræða. Ef maki/félagi er þingfulltrúi skal viðkomandi skrá sig sér. Ef vandamál koma upp við skráningu eða breyta þarf fyrri skráningu, skal hafa samband við Lionsskrifstofuna í síma 561-3122 eða netfangið lions@lions.is.
Svara þarf þeim spurningum sem eru með rauðri stjörnu til að hægt sé að ljúka skráningu. Til að tryggja aðföng og annað skipulag óskum við eftir að skráningar berist ekki seinna en 16.apríl 2025.
Þegar búið er að skrá upplýsingarnar og smella á „Senda” birtist greiðslusvæði og þar er gengið frá greiðslunni. Þá fyrst fer skráningin í gegn.