Dagskrá þingins

Snæfellsbær

70. þing Lions umdæmis 109 verður haldið í Ólafsvík dagana 25. og 26. apríl 2025.

 

Dagskrá þingsins:

Fimmtudagur 24. apríl

19:00-21:00    Skráning og afhending þinggagna: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

Föstudagur 25. apríl

08:00-10:30    Skráning og afhending þinggagna: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

09:00-12:00    Skólar embættismanna: Grunnskólinn í Ólafsvík.

 

Öll dagskrá þingsins kemur fljótlega

 

Vonandi sjáumst við sem flest á Lionsþinginu.

Félagar í Lionsklúbbunum í Ólafsvík hlakka til að taka á móti okkur.

Þingnefnd: Hörður Sigurjónsson þing- og protocolstjóri MD109
                   Jón Pálmason 
                   Sigríður Guðmundsdóttir

 

 

Lionssöngurinn:

Þeir gleðjast æ, sem góðum málstað þjóna,
hver göfug hugsjón tengir vinabönd.
Og það er takmark allra landsins ljóna
að líkna sjúkum, rétta hjálparhönd.
Og týnum aldrei trú á máttinn hljóða
en tendrum ljós svo myrkrið víki á braut.
Það yrði farsælt framlag allra þjóða
í friði og eining leysa hverja þraut.

(Ljóð: Aðalheiður Þórarinsdóttir, Lag: Litla flugan, Sigfús Halldórsson)

(Gunnar Ásgeirsson færði hreyfingunni lagið í nafni klúbbfélaga síns í Lkl.Ægi, Sigfúsar Halldórssonar á fjölumdæmisþingi árið 1977 þegar Gunnar varð umdæmisstjóri.  Sigfús Halldórsson hafði þá samið lag við ljóðið. Aðalheiður var frá Ytra Ósi við Hólmavík, en maður hennar Magnús Gunnlaugsson var í Lkl. Hólmavíkur og sá klúbbur hafði sungið lagið á klúbbfundum undir laginu "Hvað er svo glatt". heimild: úr bók Svavars Gestssonar af bls.278 og 279)