Endurhæfingartæki afhent Grensárdeild Landspítalans

Endurhæfingartæki afhent Grensárdeild Landspítalans
Það var gleðistund fimmtudaginn 11.apríl, þegar félagar í Lionsklúbbnum Nirði afhentu Grensásdeild Landspítalans endurhæfingartæki að verðmæti kr. 8.330.000,-
Hörður Sigurjónsson formaður klúbbsins og Jón Kristján Árnason formaður Styrktarsjóðs klúbbsins afhentu styrkinn formlega. Ída Braga Ómarsdóttur yfirsjúkraþjálfari tók við styrknum fyrir hönd Grensásdeildar. Njarðarfélagar þakka fyrir höfðinglegarar móttökur hjá starfsfólki Grensás.