Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Garðar Einarsson útnefndur ævifélagi Lionsklúbbs Ísafjarðar, ásamt Kára Þór Jóhannssyni formanni og Erni Ingasyni gjaldkera klúbbsins.
Garðari Einarssyni fyrrum bankastarfsmanni á Ísafirði var í vetur veitt viðurkenning fyrir 50 ára starf með Lionsklúbbi Ísafjarðar. Af því tilefni var Garðar gerður að ævifélaga í klúbbnum, fyrstur allra félaga.
Garðar Einarsson gekk til liðs við Lionsklúbb Ísafjarðar 24. janúar 1961 og hefur starfað ötullega sem Lionsmaður allar götur síðan. Þess má geta að Garðar hefur ekki misst úr fund í klúbbnum, nema í örfáum undantekningartilfellum, sem hann hefur yfirleitt unnið upp með því að sækja fundi í nágrannaklúbbum í staðinn.
Nú á 50 ára starfsafmæli sínu fyrir Lions fékk Garðar sérstaka viðurkenningu frá alþjóðaforseta hreyfingarinnar, þar sem honum voru þökkuð störf í þágu klúbbsins, hreyfingarinnar og samfélagsins.