Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbbur Hveragerðis hélt styrktartónleika í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 7. nóvember sl. Fram komu kór Grunnskóla Hveragerðis, Fjallabræður, Magnús Þór Sigmundsson, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson. Þá var einnig upptaka á söng allra viðstaddra undir styrkri stjórn Halldórs Gunnars Fjallabróður. Allir sem komu að þessum tónleikum gáfu vinnu sína.
{gallery}myfolder/Hveragerdi_nov_2012{/gallery}
Myndirnar eru teknar tónleikakvöldið. (Smellið á myndirnar til að sjá fleiri.)
Í ár var verið að safna fyrir hjartalínurita fyrir Heilsugæsluna í Hveragerði. Húsfyllir var og það var vægast sagt frábær stemning á tónleikunum. Lionsklúbbur Hveragerðis vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum: ALLRAHANDA , Tían, Kjörís, MS Selfossi, Arionbanki, HNLFÍ, Jötunn Vélar, Prentmet, Almar Bakari, Hverabakarí, Hveragerðiskirkja, síðast en ekki síst honum Huga fyrir frábært hljóðkerfi, og öðrum þeim sem lögðu átakinu lið.
Lionsklúbbur Hveragerðis.