Heilsugæslustöðinni í Laugarási fært hjartastuðtæki frá Lionsmönnum

Fyrir skömmu færði Lionsklúbburinn Geysir í Biskupstungum Heilsugæslustöðinni í Laugarási  vandað hjartastuðtæki að gjöf. Að sögn læknanna Péturs Skarphéðinssonar og Gylfa Haraldssonar er tækið afar kærkomið, eðli málsins samkvæmt er þó vonast til þess að sem sjaldnast þurfi á því að halda.  Lionsklúbburinn hefur af og til á síðustu þremur áratugum fært heilsugæslunni glaðninga.

Geysir_hjartastutkixÁ myndinni má sjá frá vinstri Gylfa Haraldsson heilgæslulækni, Gunnar Sverrisson formann Lionsklúbbsins Geysis, Pétur Skarphéðinsson heilsugæslulækni, Sigurð Guðmundsson, Svein Sæland og Kristófer Tómasson frá Lionsklúbbnum Geysi.