Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
30 ára húsasmíðameistari
Reykholt í Biskupstungum
Geysir í Biskupstungum
Hver eru helstu viðfangsefni klúbbsins þíns :
Lionsklúbburinn Geysir er með yfir 20 virka meðlimi og hefur þeim fjölgað ört á síðustu árum og meðalaldur lækkað. Ég er samt ennþá yngstur. Helstu fjáraflanir klúbbsins eru: Veghreinsun á vorin, villimannakvöld, hagyrðingakvöld, símaskrárútgáfa og sala, trjáplöntun á afrétti Tungnamanna, ásamt mörgu öðru. Einnig eru farnar margar vísindaferðir á hverju ári og aðrir klúbbar heimsóttir.
Hvað er eftirminnilegast úr klúbbstarfinu?
Eftirminnilegt er þegar við fórum einu sinni sem oftar að gróðursetja tré í landgræðslugirðingu inn undir Bláfelli og átti Kristófer að koma með trén. Kristófer er nú ekki vanur að láta bíða mjög lengi eftir sér en það gerðist þarna. Hann villtist og tók mikinn krók. Þetta fannst mér fyndið þar sem hann er uppalinn nánast við rætur Bláfells og manna kunnugastur á þessum slóðum. Hann skilaði sér með hríslurnar fyrir rest og gátum við klárað útplöntunina.
Hvers vegna ertu Lionsmaður?
Ég er Lionsmaður af því mér finnst gaman að láta gott af mér leiða og það er alltaf gaman að hitta hressa karla. Það er aldrei lognmolla á fundum.
Hvað myndirðu gera ef þú værir einráður í klúbbnum?
Ef ég væri einráður myndi ég passa að okkar klúbbur væri alltaf stærri en Lionsklúbbur Laugardals!
Viltu hafa konur í klúbbnum þínum?
Nei (tala fyrir Biskupstungur) Þetta er okkar kvenfélag. Hér hafa menn reynt að ganga í kvenfélagið (eftir nokkur glös) en aldrei haft erindi sem erfiði. Mér finnst sjálfsagt að þær séu með sína eigin Lionsklúbba og gengur það vel. Það á ekki að blanda okkur saman.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Uppáhaldsmaturinn minn er Lambahryggur með soðnum kartöflum og ísköld mjólk. Það er erfitt að komast í gegnum daginn án þess að drekka þó nokkur mjólkurglös.
Hver eru áhugamálin hjá þér?
Mín helstu áhugamál eru ferðalög um landið, grípa í spil, seinni heimstyrjöldin, vera (drekka) í góðra vina hópi, heyskapur heillar alltaf, ekki síst heylyktin. Svo að sjálfsögðu vinnan.