Alþjóða Sjónverndardagurinn haldin í Kína

Þann 9. október var alþjóða sjónverndardagurinn haldin í Sehnzen í Kína með styrk Lions. Viðburðinum var sjónvarpað um allt Kínaveldi á 17 sjónvarpsstöðum. Hluti af dagskránni var  undirritun nýs sjónverndarátaks Lions fyrir Kína, sem  Alþjóðlegi hjálparsjóður Lions LCIF mun sjá um.

Það er mikið um augnsjúkdóma og blindu í Kína, ekki síst hjá ungum börnum. Þau eru oftar en ekki með ýmsa læknanlega sjúkdóma sem geta leitt til alvarlegra augnsjúkdóma og blindu, til dæmis mislingar og gláka. Fulltrúar frá kínverskum stjórnvöldum voru viðstaddir og einnig fulltrúar frá WHO og fleiri aðilum sem eru leiðandi í heilbrigðismálum í heiminum í dag. 

{gallery}myfolder/SightFirst_Kina{/gallery}

Guðrún Björt og Jón Bjarni í Kína.

Þarna voru á ferð Guðrún Björt Yngvadóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson, vegna alþjóðastjórnarfundar Lions, sem Guðrún Björt situr.  Þau skoðuðu þjálfunarmiðstöð og skóla í Sehnzen, fyrir blinda og sjónskerta og sáu hve þeir eru tæknivæddir og framarlega í þessari borg.  Svo er ekki víða, annars staðar í Kína vantar mjög upp á læknisþjónustu, sérstaklega á landsbyggðinni.

Lions voru fyrstu alþjólegu hjálparsamtökin til að fá leyfi til að starfa í Kína, það var ekki síst vegna sjónverndarátaksins SightFirst í Kína fyrir rúmum áratug.