Milljón tré í ár

tam_bigVið erum í Lionsklúbbi vegna þess að við erum góðhjörtuð og höfum þörf á að leggja lið þeim sem eiga um sárt að binda. Okkur er orðið ljóst að með því að sameinast í verki með fólki sem er svipaðs sinnis getur við gert stóra hluti. Í ár bið ég Lionsfólk um allan heim að sameinast í verkefni sem getur hjálpað til að bjarga  jörðinni, aukið vellíðan fólks og eflt Lionsklúbbana okkar  þannig að ungu fólki og öðrum finnist eftirsóknarverðara að ganga til liðs við  hreyfinguna.

Ég bið Lionsfólk um að planta milljón trjám á þessu ári. Við viljum vefja jörðina í grænan trefil. Frá Argentínu til Zambíu viljum við að Lionsfélagar og fjölskyldur þeirra setji upp vinnuhanskana taki upp gróðurhakana og fegri umhverfi sitt.

Wing - Kun Tan alþjóðaforseti