Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Sagan af tilurð hvíta stafsins.
Árið 1921 varð, James Biggs, ljósmyndari frá Bristol, England, blindur eftir slys. Hann átti erfitt með og var óöruggur með að ferðast um svo hann ákvað að mála göngustafinn sinn hvítan til að verða betur sýnilegur.
Árið 1930 kynnti Lionsmaðurinn, George A. Bonham, formaður Lionsklúbbs í Peoria (Illinois) hugmyndina um nota hvítann staf með rauðu bandi sem leið til að aðstoða blinda við að komast ferða sinna. Klúbburinn tók vel í hugmyndina, hvítir stafir voru búnir til og dreift og borgarstjórn Peoria samþykkti reglugerð sem veitti handhafa hvíta stafsins forgangsrétt til að fara yfir götu. Fréttir af þessu verkefni klúbbsins breiddust hratt út til annarra Lionsklúbba í Bandaríkjunum og sjóndaprir gerðu tilraunir með hvítu stafina. Viðurkenning á notkun hvíta stafsins, jafnt meðal blindra sem sjáandi, gaf notendum stafsins mikið og aukið sjálfstæði og öryggi við að komast leiðar sinnar.
(heimild: https://www.lionsclubs.org/en/search-results?keys=White+Cane)