Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Ágætu vinir Lionsklúbbsins Njarðar
Okkar árlega SVIÐAMESSA NJARÐAR verður haldin föstudaginn 18. október næstkomandi í Akógessalnum í Lágmúla 4 og hefst veislan á slaginu kl. 19:00. Hlaðborðið mun að venju samkvæmt svigna undan kræsingum af sviðum, sviðalöppum, síld, og saltkjöti ásamt tilheyrandi meðlæti.
Veislustjóri verður Guðni Kolbeinsson, rithöfundur.
Miðaverð verður einungis 7.000 kr sem er í raun gjöf en ekki gjald fyrir þessa veislu.
Við viljum biðja félaga og gesti að leggja til að venju í Happdrættið sem hefur tekist einstaklega vel undanfarin ár.
Nú er um að gera að hafa samband við félaga og vini og mæta á þetta skemmtilega kvöld.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Harðar í síma 820-9910 hordsig@simnet.is eða Bjarna Gunnar s:893-5913 bjarnigunnar@gmail.com
Fh. Sviðamessufélaga
Hörður, Bjarni Gunnars og Sigurður Karl