Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þessir liðir verða aðgengilegir á netinu á ZOOM: sjá dagskrá á "Viðburðir".
Þingsetning.
Áherslur starfsárs 2021 - 2022.
Umdæmis þing 109A
Umdæmis þing 109B
Fjölumdæmisþing
Því miður verðum við að breyta áætlunum okkar hvað varðar fyrirhugað Lionsþing 2021 sem halda átti á Akureyri dagana 14. og 15. maí 2021 og gildir það einnig um skóla fyrir embættismenn sem halda átti þá sömu daga, þar sem óvíst sýnist um að búið verði að aflétta samkomutakmörkunum eins og þarf til að þingið og viðburðir tengdir því geti orðið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það var von okkar og trú að bóluefni bærist hraðar til landsins, búið yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar og létta af okkur samkomutakmörkunum í maí. En því miður virðist það alls ekki ætla að ganga eftir. Þetta er okkur sem að undirbúningi þingsins á Akureyri stöndum mikil vonbrigði. En þetta er sá veruleiki sem við búum við núna og verðum að laga okkur að.
Umdæmisstjóraráð, viðtakandi umdæmisstjóraráð, þingstjóri og þingnefnd eru öll sammála um að ekki sé hægt annað en að breyta fyrirkomulagi á þinginu þannig að það verði á Internetinu laugardaginn 15. maí. Það sama gildir varðandi skólana en tímasetning verður ákveðin fljótlega.
Þeir sem hafa nú þegar pantað gistingu og ætla ekki að nota hana eru minntir á að afpanta hana. KEA hótel óska eftir að staðfesting á gistingu berist ekki seinna en 10. apríl. Þeir sem hafa pantað á Icelandairhótel þurfa að afpanta ekki síðar en 7 dögum fyrir bókaðan komudag.
Skráningar þeirra sem hafa nú þegar skráð sig til þings munu verða fluttar á rafræna þingið.
Fljótlega munu verða sendar út leiðbeiningar og upplýsingar hvað þingið varðar, t.d. skráningu fyrir þá sem ekki hafa nú þegar skráð sig og upplýsingar um skráningu þeirra sem fara með atkvæði á þinginu.
Við hvetjum þingfulltrúa klúbba til að koma saman á þingdaginn 15. maí og gera úr deginum eins mikið og hægt er að teknu tilliti til aðstæðna.
F.h. þingnefndar,
Stefán Árnason s:864-6444