Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Stjórn Lionsklúbbs Borgarness boðaði eiginkonur Lionsfélaga til fundar að Hótel Borgarnes 20 janúar 1987. Tilefni fundarins var stofnun Lionessuklúbbs í Borgarnesi. Mættar voru 22 konur. Einnig voru á fundinum hjónin Gunnar Elíasson og Guðjónína Sigurðardóttir Lionessufulltrúar og Geir Björnsson útbreiðslustjóri í umdæmi 109B. Áður en fundi lauk var búið að stofna Lionessuklúbb sem var sá 13 á Íslandi og 5 í B umdæminu. Fyrsta stjórn var kjörin og var hún þannig skipuð: Þóra Björgvinsdóttir formaður Þá var komið að því að velja nafn. Ýmsar uppástungur komu og var kosið um þær. Agla var það nafn sem flest atkæði hlaut. Geir Björnsson var einróma kjörinn tengiliður milli klúbbanna. Og var það ómetanlegt að geta leitað til hans. Var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur. Tekin var ákvörðun um að halda 9 klúbbfundi á ári frá september til maí. Strax að loknum stofnfundi fór starfið í fullan gang. Stjórnin fór á Norðurlanda þing sem haldið var í Reykjavík og sátu þær Lionessuþing þar sem aðal umræðuefnið þar voru full réttindi Lionessa innan Lionshreyfingarinnar. Haldið var ræðunámskeið 22-24 febrúar, leiðbeinandi var Sigrún Elíasdóttir félagi okkar og var það vel sótt og konur mjög ánægðar. Páskaföndur var 4 apríl. Þá var Vilhelmína Gunnarsdóttir sem þá var skólmeistara frú á Akranesi fengin til að hanna merki og fána fyrir klúbbinn. Lionsklúbbur Borgarnes hélt okkur glæsilega stofnhátíð þann 11 apríl 1987. Var þessi dagur mikill hátíðisdagur. Þann sama dag héldu þeir upp á 30 ára afmæli Lionsklúbbsins. Um kvöldið var stofnhátíðin okkar sem öll var hin glæsilegasta. Kvöldið hófst með fordrykk Skúli G. Ingvarsson formaður Lionsklúbbs Borgarnes setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Þá tók til máls Ingi Ingimundarson umdæmisstjóri (fél. í Lionsklúbbi Borgarnes) og talaði fallega til Lionsfélaga og verðandi Lionessa. Siðan var stofnskrá Lionessuklúbbsins lesin konur kallaðar upp þeim afhent barmmerki og staðfestingarskjal. Þá afhenti umdæmisstjóri Þóru Björgvinsdóttur fyrsta formanni Lionessuklúbbsins Öglu stofnskrárskjal og var hinum nýju Lionessum vel fagnað. Gjafir voru margar og góðar. Fyrsta gjöfin var frá Inga Ingimundarsyni árituð fánastöng með umdæmisfána hans. Egill Snorrason fjölumdæmisstjóri tók til máls og árnaði klúbbnum heilla og færði klúbbnum fánaborg frá fjölumdæminu, sinn fjölumdæmisfána og fána Fjölnis. Þá færið Skúli form. Lionskl. Borgarnes okkur bjöllu, hamar og myndaalbúm með myndum frá stofnfundinum. Einnig barst klúbbnum fjöldi annarra góðra gjafa t.d. ræðupúlt, skjalataska, fundargerðarbók, og margt margt fleira. Stofnfélagar voru 28. Félagar í Lionsklúbbnum Öglu færðu öllum körlum á hátíðinni ilmvatn og veggplatta með merki Öglu sem þær höfðu útbúið sjálfar á leirflís. Skemmtiatriði voru heimatilbúin og var mikið hlegið og sungið. Síðan var dansað fram eftir nóttu. Veislustjóri var Jón Einarsson Lionsklúbbi Borgarnes. Þessi hátíð tókst í alla staði mjög vel. Fyrsta fjáröflunin okkar var rækjusala fyrir páskana 1987. Við efndum til grillveislu í Skallgrímsgarði fyrir bæjarbúa þann 8 ágúst í samstarfi við kvennfélagið. Félagar úr Lionsklúbbi Borgarnes voru okkur hjálplegir stóðu m.a. við grillið. Margt var sér til gamans gert og þarna skemmti sér saman fólk á öllum aldri. Á þessa skemmtun mættu milli 7 og 800 manns.. Verði var mjög í hóf stillt því ýmis fyrtæki hér í bæ lögðu okkur lið. Slík grillveisla var haldin 6 sinnum. Störfum saman. Lagið samdi félagi okkar María Guðmundsdóttir. Þann 20 apríl 1994 breyttum við Lionessuklúbbnum í Lionsklúbb þannig að nú erum við fullgildir Lionsfélagar. Á hverju ári höldum við upp á stofndag Lionessuklúbbsins þann 20 janúar. Ýmisleg höfum við gert til að afla fjár í félagssjóð því að grundvöllurinn að góðu stafi er öflugur félagssjóður. Við höfum t.d. hreingert grunnskólann , haft dansleik 13 gleði fyrir okkur og gesti okkar einnig höfum við hlutaveltu á október. Fundi, sveltifundur í apríl og svo bara það sem okkur dettur í hug hverju sinni. Við höfum ekki bara unnið að góðum málefnum við höfum ýmislegt gert fyrir okkur sjálfar farið í ferðalög, leikhúsferðir, gönguferðir og fengið til okkar okkar góða fyrirlesara á fundi okkur til ánægju og fróðleiks. Við eigum 5 Melvin Jones félaga. Vinaklúbba eigum við 2 Lionsklúbbinn Eðnur á Akranesi og Lionsklúbbinn Ýr í Kópavogi. Félagar í Lionsklúbbnum Öglu er 36 kátar og hressar konur. Lionskúbburinn Agla hefur í gegn um árin stutt ýmis verkefi til dæmis heilsugæslustöðina, Dvalarheimilið, grunnskólann, tólistarskólann, Björgunarsveitina Brák, sambýlið og Holt. Við höfum boðið eldri-borgurum bæjarins til kvöldfagnaðar í október ár hvert. Einnig höfum við stutt einstaklinga fjárhagslega í erfiðleikum. Einnig höfum við tekið þátt í verkefnum á landsvísu og stutt L.C.I.F. alþjóða hjálparsjóðinn. Borgnesingum og Borgfirðingum þökkum við stuðninginn í gegn um árin því án þeirra stuðnigs væri árangur okkar harla lítill. Við aðeins söfnum fjármunum og deilum þeim út þar sem við vitum að þörfin er. Það eruð þið sem styðjið okkur sem gerið okkur fært að leggja góðum málum lið. |
Þóra Björgvinsdóttir, formaður.