Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kæru Lionsfélagar.
Þá eru komnar niðurstöður í Friðarveggspjaldakeppni Lions á Íslandi þetta starfsárið.
Vinningshafinn er Bjartey Ósk Sæþórsdóttir nemandi í 7. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja.
Félagar í Lionsklúbbi Vestmannaeyja hafa tilkynnt henni og foreldum hennar það og munu þeir fara í skólann og afhenda viðurkenningarskjöl og verðlaun þegar færi gefst, vonandi í janúar.
Dómnefndin var sammála um að Emma Sif Brynjarsdóttir í Sæmundarskóla ætti skilið viðurkenningu og 2. sæti á landsvísu. Félagar í Lkl. Fold hafa tilkynnt henni það og farið í heimsókn í skólann og veitt viðurkenningar.
Slóð á mynd Emmu sem lenti í 2.sæti
16 skólar og jafnmargir klúbbar víðsvegar af landinu tóku þátt. Voru klúbbar í þeim sveitafélögum umsjónarmenn verkefnisins og voru í sambandi við skólana. Hver klúbbur valdi vinningsmynd frá sínum skóla og sá um að senda hana til Lionsskrifstofunnar í lokakeppnina. Einnig hafa þeir veitt þátttakendum og skólunum viðurkenningarskjöl keppninnar.
Dómnefndin sem dæmdi fyrir MD109 (Ísland) var skipuð 5 einstaklingum bæði fagmönnum og leikmönnum.
Umsjón með verkefninu höfðu:
Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold - GST verkefnafulltrúi 109B
Jórunn Guðmundsdóttir Lkl. Ýr - Lestrarátaks- og Friðarveggspjaldafulltrúi 109A