Embættismenn Lions á Íslandi 2011-2012

Æðstu embættismenn Lions á Íslandi á starfsárinu 2011 - 2012 eru eftirtaldir menn:

 

ArniÁrni V. Friðriksson
fjölumdæmisstjóri 2011 - 2012.

Árni er félagi í Lkl. Hæng Akureyri þar sem hann hefur gegnt öllum þeim embættum sem til er að dreifa.
Hann var svæðisstjóri 1996 - 1997, umdæmisstjóri 2008 - 2009 ungmennaverkefnastjóri 2009 - 2010, LCIF þróunarfulltrúi 2009 - 2012 og varafjölumdæmisstjóri 2010 - 2011.
Eiginkona Árna, Gerður Jónsdóttir er félagi í Lkl. Ylfa Akureyri.  

 

Kristinn_G._KristjnssonKristinn Kristjánsson
varafjölumdæmisstjóri 2011 – 2012

Kristinn er félagi í Lkl. Hveragerði þar sem hann hefur gegnt öllum þeim embættum sem til er að dreifa.
Hann var svæðisstjóri 1990 – 1991 og umdæmisstjóri 1999 – 2000.  Hann hefur verið viðloðandi umdæmisstjórnir öðru hvoru síðan þá og var meðal annars verkefnisstjóri umdæmisins í Campaign SightFirst II söfnunarátakinu.
Eiginkona Kristins er Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir

KristoferKristófer Tómasson
umdæmisstjóri 109 – A

Kristófer er félagi í Lkl. Geysi Biskupstungum þar sem hann hefur gegnt flestum embættum.
Hann var svæðisstjóri 2008 – 2009, annar varaumdæmisstóri 2009 – 2010 og er núna fyrsti varaumdæmisstjóri.  Auk þess hefur hann verið GMT fulltrúi á sínu svæði síðan 2009.
Eiginkona Kristófers, Sigrún Jóna Sigurðardóttir er félagi í Lkl. Árdísir Selfossi.
 

BjarneyBjarney Jörgensen
umdæmisstjóri 109 – B

Bjarney er félagi í Lkl. Rán Ólafsvík þar sem hún hefur meðal annars verið formaður og oftar en einu sinni í stjórn.  Hún var svæðisstjóri 2008 – 2009 og er nú fyrsti varaumdæmisstjóri.
Eiginmaður Bjarneyjar er Jón Þór Lúðvíksson.

 

GudmundurGunnarssonGuðmundur Helgi Gunnarsson
fyrsti varaumdæmisstjóra 109 – A

Guðmundur er félagi í Lkl. Fjörgyn Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars verið formaður og oftar en einu sinni í stjórn. Guðmundur er annar varaumdæmisstjóri núna auk þess að vera umdæmisritari og fræðslustjóri fjölumdæmisins.
Eiginkona Guðmundar, Hrund Hjaltadóttir er félagi í Lkl Fold Reykjavík.

 

Arni_Hjaltason_aÁrni B. Hjaltason
annar varaumdæmisstjóri 109 – A

Árni er félagi í Lkl. Njarðvíkur þar sem hann hefur meðal annars verið formaður.
Hann var svæðisstjóri og umhverfisfulltrúi 2008 – 2009.
Eiginkona Árna er Hafdís Friðriksdóttir.

 

TryggviTryggvi Kristjánsson 
varaumdæmisstjóri 109 – B

Tryggvi er félagi í Lkl. Dalvíkur þar sem hann hefur gegnt flestum embættum og meðal annars verið formaður oftar en einu sinni.
Eiginkona Tryggva, Hólmfríður Guðrún Skúladóttir er félagi í Lkl. Sunnu Dalvík.  

 

ThorkellÞorkell Cýrusson
annar varaumdæmisstjóri 109 - B

Þorkell er félagi í Lkl. Búðardals en var áður í Lkl. Nesþinga ´Hellissandi.  Í báðum þessum klúbbum hefur hann gegnt festum þeim embættum sem til er að dreifa. Hann var svæðisstjóri 2001 – 2002, í forsvari fyrir unglingabúðir á Snæfellsnesinu, verkefnisstjóri á svæðinu fyrir Campaign SightFirst II söfnunarátakinu.
Eiginkona Þorkels, Sigfríð Andradóttir er félagi í Lkl. Búðardals.
Til gamans má geta þess að þau hjón eru í hópi örfárra þar sem bæði hjónin uppfylla öll skilyrði til að verða umdæmisstjórar.

 

Palmi

Pálmi Hannesson 
unglingaskiptastjóri.

Pálmi er félagi í Lkl. Garði þar sem hann hefur gegnt öllum embættum og flestum þeirra oftar en einu sinni. Hann hefur tvisvar verið svæðisstjóri, 1998 – 1999 og 2004 – 2005, útbreiðslustjóri 2003 - 2006 og verkefnastjóri sjónverndarátaksins á svæði 5 í A umdæminu 2006 - 2009.  Umdæmisstjóri A 2001 – 2002, fjölumdæmisstjóri 2002 – 2003 og unglingaskiptastjóri 2009 – 2011.
Sambýliskona Pálma er Sigríður Sigurhansdóttir.