Við afhendingu lita- og gátubókanna
Þann 27. október s.l. gaf Lionsklúbburinn Fjörgyn Barnaspítala Hringsins upplag af Lita-og gátubók.
Þegar Barnaspítalinn flutti í nýtt húsnæði 2003 fengu þau Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Arnar Guðmundsson þá hugmynd að Barnaspítalanum vantaði mjúka ímynd og úr varð Ísbjörninn Hringur. Hringur kemur reglulega á leikstofu Barnaspítala Hringsins þar sem hann gleður lítil sem stór hjörtu.
Félögum í Fjörgyn er það mikill heiður að geta lagt starfi Ísbjarnarins Hrings fyrir Barnaspítala Hringsins lið með því að gefa út í tveimur heftum Lita- og myndagátubækur eftir Hring og Kristínu Rán Guðjónsdóttur.