Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þá er aðventan runnin upp. Allt fram streymir endalaust eins og þar stendur. Þegar þetta er ritað hafa 40 klúbbar verið heimsóttir á síðustu þremur mánuðum. Það eru hrein forréttindi að fá að njóta þess einu sinni á lífsleiðinni að fara um hálft landið í þessum erindagjörðum og fá þessa miklu innsýn í störf klúbbanna og þessa miklu mannlífs og menningarflóru. Ég hef lagt áherslu á það í mínum erindum hvað það er dýrmætt að vera hluti af þessum stóru hjálparsamtökum. Enn frekar hef ég gert mikið úr því hvað það er gaman að vera í þessum skemmtilega félagsskap og hvaða tækifæri við höfum til að gera klúbb á hverjum stað enn betri. Það verður að segjast að ég hef skynjað það sterkt að lionsfólki sem hlutað hefur á mínar tölur hefur líkað það vel að ég skuli leggja mikið uppúr því sem jákvætt er og vel gert í lionshreyfingunni. Ég segi það hispurslaust að við stefnum á að ná fyrri styrk í lionshreyfingunni. Sterkasta leiðin til þess er að halda því hátt á lofti að við erum að njóta mikils með því að vera lionsfólk og við erum að styðja við samfélagið með gríðarlega öflugum hætti. Sjálfur gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrir nokkrum árum hvað liosnhreyfingin hefur komið miklu til leiðar.
Ég má til með að þakka þeim lionsmönnum sem lögðu blóðsykurmælingunum lið þann 14 nóvember síðastliðinn. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og fengum við mjög góða athygli í íslensku samfélagi. Á nýju ári munum við finna fleiri tilefni til að koma okkur á framfæri með góðum verkum.
Í félagamálum ætlum við líka að sækja í okkur veðrið. Á undanfönum vikum hafa verið teknir inn nýjir félagar í allmörgum klúbbum og vænti ég þess að í uhhafi nýs árs munum við sjá lionshópinn stækka. Gangi ykkur allt í haginn við jólaundirbúninginn. Kristófer A Tómasson