LIONS BERST GEGN SYKURSÝKI

Ókeypis blóðsykursmælingar víðs vegar um landið á næstunni 13. nóvember, 2014 Lionshreyfingin stendur fyrir alþjóðlega sykursýkivarnadeginum næstkomandi fimmtudag, 14. nóvember en mánuðurinn er tileinkaður baráttu Lions gegn sykursýki. Um þessar mundir er af þessu tilefni boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið. Talið er að hunduð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það og vekja Lionsmenn athygli á því að sjúkdómurinn er í mörgum tilvikum áunninn. Þessi sjúkdómur leggur fólk hljóðlega að velli og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og einn blóðdropi getur bent til að að ástæða sé til að leita læknis. Baráttan fyrir því að fræða fólk um sjúkdóminn og finna þá sem ganga með dulda sykursýki hefur verið mikið baráttumál Lionshreyfingarinnar í tæp 60 ár. Samkvæmt skýrslum klúbba finnast yfirleitt í hverri skimun tveir til fjórir sem ástæða er að skoða nánar og senda til heimilislæknis. Lionsmenn hvetja landsmenn til að gefa átakinu gaum og nota nú tækifærið til þess að láta kanna blóðsykur sinn með þessari einföldu athöfn. Hér má sjá hvar og hvenær hægt verður að fá mælingu á næstunni auk þess sem ýmsir aðrir klúbbar víðs vegar um landið standa einnig að blóðsykursmælingum og er áhugasömum bent á að kynna sér hvar og hvenær það verður hjá Lionsfólki á hverjum stað. Lionsklúbburinn Fjörgyn verður í Krónunni Bíldshöfða, föstudaginn 14. nóvember 2014 kl. 13 og 20. Lkl. Keflavíkur, Lkl. Njarðvíkur, Lkl. Æsur, Lkl. Garði, Lkl. Sandgerði og Lionessuklúbbur Keflavíkur munu standa fyrir mælingum í Nettó Reykjanesbæ laugardaginn 15. nóvember kl. 13-16. Lkl. Grindavíkur verður í Nettó Grindavík föstudaginn 14. nóvember og laugardaginn 15. nóvember. Lkl. Víðarr verður föstudaginn 14. nóvember kl. 14-17 í Lyfju Lágmúla. Mosfellsbæjarklúbbarnir verða með blóðsykursmælingar fimmtudaginn 13. nóvember í Krónunni í Mosfellsbæ kl. 16:30-18:30. Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden í samstarfi við Hjúkrunaheimilið Ás verða í Sunnumörk í Hveragerði föstudaginn 14. nóvember frá 14.30-18 og laugardaginn 15. nóvember kl. 13-16. Lkl. Embla og Lkl. Selfoss verða í Krónunni á Selfossi laugardaginn 22. nóvember frá 13 til 16. Lkl. Húsavíkur verður 29. nóvember í Bakka kl. 14-17.