Lkl Hveragerðis gefur tvö hjartastuðtæki

Lionsklúbbur Hveragerðis afhenti nýverið tvö hjartastuðtæki sem verða til staðar í Hamarshöll og íþróttahúsinu Skólamörk. Hjartastuðtækin eru sjálfvirk, auðveld í notkun og íslenskt tal leiðbeinir jafnvel óreyndasta notanda gegnum endurlífgunarferilinn.

lions_afhending_stud_1_b_vk
Rögnvaldur Pálmason afhenti Eyþóri H. Ólafssyni, formanni menningar- íþrótta og frístundanefndar hjartastuðtækin

lions_afhending_studtaekid_b_vkAllir starfsmenn íþróttamannvirkja munu fá þjálfun um notkun tækjanna. Þetta er rausnarleg gjöf og veitir mikið öryggi þeirra sem heimsækja íþróttamannvirki bæjarins en fyrir nokkrum árum gaf Lionsklúbburinn Sundlauginni Laugaskarði slíkt tæki.

Hveragerðisbær þakkar höfðinglega gjöf.

Fréttin er sótt á vef Hveragerðisbæjar >>>>>>>