Kjörbréf vegna Lionsþings 2025 -Leiðbeiningar

Vinsamlega skráið fulltrúa ykkar á Lionsþingi sem hafa atkvæðisrétt fyrir ykkar hönd (að lágmarki þarf að skrá einn). Skráið bara þá sem mæta til þings og einnig varafulltrúa. Skal klúbbstjórn fylla út kjörbréf og senda inn í síðasta lagi 16. apríl 2025.

Atkvæðaréttur hvers klúbbs er miðaður við félagafjölda 1. mars 2025. (Samkvæmt lögunum skal miða við fjölda eins og félagatalan er skráð í skjölum Alþjóðasambandsins á fyrsta degi síðasta mánaðar á undan þeim mánuði sem þing eru haldin).

Í 32. grein laga Lionsumdæmis 109 segir:
Hver einstakur klúbbur, sem fengið hefur stofnskrá, og er skuldlaus við alþjóðasamtökin, umdæmi sitt og fjölumdæmi, skal eiga rétt á að senda á fjölumdæmisþing, fyrir sína hönd, einn (1) fulltrúa og einn (1) varamann fyrir hverja tíu (10) félaga eða meiri hluta þess fjölda (5-9), sem hafa verið á félagaskrá í a.m.k. eitt ár og einn dag í viðkomandi klúbbi samkvæmt skrám alþjóðaskrifstofunnar fyrsta dag þess mánaðar sem næstur kemur á undan þeim mánuði þegar þing er haldið. Sá meirihluti, sem nefndur er í ákvæði þessu, skal teljast vera fimm (5) eða fleiri félagar.

Lionsklúbbur með 35 félaga á þá rétt á 4 félögum en klúbbur með 30 félaga aðeins 3.

Hver einstakur vottaður fulltrúi, sem sjálfur er viðstaddur, skal eiga rétt á að greiða einungis eitt (1) atkvæði í kjöri til hvers embættis sem kjósa þarf í og einungis eitt (1) atkvæði fyrir hvert málefni sem lagt er fyrir viðkomandi þing. Sé ekki öðruvísi tilgreint í lögum þessum leiða atkvæði meirihluta fulltrúa, þegar greidd er atkvæði um málefni, til þess að atkvæðagreiðslan telst vera samþykkt þingsins. Allir kjörgengir fulltrúar verða að vera fullgildir og skuldlausir félagar í klúbbi sem er fullgildur og skuldlaus í umdæminu.

Vangreidd félagsgjöld má greiða og öðlast þannig fullgilda félagsaðild allt að 15 dögum áður en lokað er fyrir staðfestingu kjörbréfa, en tímamörk slíkrar lokunar ákvarðast af reglum viðkomandi þings.