20 ára afmæli Lionsklúbbsins Kaldár, 25. febrúar 1992 – 2012

Kalda_Melwin_Jones
Melwin Jones félagar ásamt núverandi form. Gyðu Hauksdóttur og
fyrrverandi form. Ólöfu Helgu Júlíusdóttur

Klúbburinn fagnaði 20 ára afmæli nú í ár, en starfsemin hefur verið einkar ánægjuleg á þessu ári. Það má rekja tilveruklúbbsins lengra aftur í tímann, en við miðum við að formleg stofnun hans hafi verið árið 1992, þó í raun hafiklúbburinn orðið til fimm árum fyrr. Ennþá bætist í okkar góða hóp og nýr félagi var tekinn inn og boðinn velkominn á árinu, Anna María Antonsdóttir. Afmælisfundurinn var haldinn í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Steini Þorvaldsson, fjármálastjóri fræddi okkur um starfsemi skólans og leiddi okkur um húsakynni. Viðfangsefni matreiðslumannsins eru í senn bæði krefjandi og skapandi. Í starfi sínu þarf hann að fást við allt í senn, form, litaval og framsetningu, og ef finna ætti tvö orð sem lýsa störfum hans þá gætu orðin „list“ og „lyst“ átt þar vel við. Maturinn sem matreiðslusveinar skólans buðu upp á var ljúffengur og einnig glæsilega fram borinn. Ólöf Helga Júlíusdóttir formaður notaði tækifærið og veitti þeim Elísabetu Guðmundsdóttur, Aldísi Yngvadóttur og Guðrúnu Júlíusdóttur, Melvin Jones viðurkenningu og var það hátíðleg stund.