Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Svæðisfundur No. 4 var haldin í Lionshúsinu Bakka á Húsavík. All góð mæting var á fundinn eða 25 mans frá 7 klúbbum, Fundurinn hófst kl.11 og var í styttra lagi því þetta var líka uppskeruhátíð, þ.e.a.s. loka og skemmtifundur. Meðal þess sem fram fór á fundinum, var að fulltrúum allra klúbba var afhendur Bangsasamningurinn. Matur snæddur í boði Lk.Húsavíkur.
Kl.12.30 var ekið af stað austur í Kelduhverfi og fiskeldisfyrirtækið Rifós heimsótt, Hlífar Karlson framkvæmdastjóri tók á móti hópnum og fræddi okkur um uppeldi Bleikju frá hrognum að matfiski og sýndi okkur allan pakkann og byrjað í seiðastöðinni og svo farið út á Lónin og skoðaðar eldiskvíar, þar næst endað í sláturhúsinu og vinnslunni. Að þessu loknu bauð Hlífar okkur til veislu í Skúlagarð þar sem voru sneisafull borð af snittum og hvítvíni ásamt kaffi og kleinum.
Að þessu loknu var keyrt til Húsavíkur og þar tók á móti okkur Örlygur Hnefill Örlygsson Hótel og safnstjóri og sýndi okkur Könnunar og sögusafn sem hann er að setja á stofn og er áætlað að opna það í maí. Að þessu loknu fóru allir kátir heim.
Takk öll fyrir frábært starf í vetur.
Kv: Birgir Þór svæðisstjóri á svæði 6 109B
Birgir Þór svæðisstjóri setur fund.
Góð mæting eins og sést.
Komnir að seiðastöðinni
Hrognin að verða að seiðum
Komnir um borð í Mundu.
Hér er verið að skoða kvíarnar.
Þá eru það snitturnar og hvítvínið.
Góð blanda, félagar frá 4 klúbbum.
Þá er komið að Könnunar sögusafninu hans Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Héðan fóru allir glaðir og sælir með þennan 3 og síðasta svæðisfund á árinu, veðrið lék við okkur, logn og blíða. Dagskrá lauk um kl. 17.30 Yndislegur tími með frábærum Lionsfélögum af svæði 6.