50 matargjafir afhentar í Grafarvogskirkju

Lkl. Fjörgyn hefur í gegnum tíðina reynt að styrkja ötullega við sína heimabyggð með styrkjum við ýmis félagasamtök og sambýli í hverfinu og einn liður í því er einmitt að hlúa að þeim sem eru hjálpar þurfi í okkar heimabyggð sérstaklega um jólin.

Fjorgyn-j2013_2a

50 vel útbúnar matargjafir voru afhentar í gær og nutum við stuðnings Sr. Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur prests í Grafarvogskirkju en matargjafirnar eru afhentar í samvinnu við Grafarvogskirkju, Íslensku Kristkirkjuna og Beth-Shekhinah kirkjuna Grafarvogi.

Fjorgyn-j2013_1Margir hafa lagt hönd á plóginn til þess að hjálpa okkur við þetta frábæra verkefni ár eftir ár , Krónan er okkar bakhjarl, hamborgarahryggurinn kemur frá Norðlenska, smákökurnar eru frá Lkl. Fold sem Foldarkonur bökuðu að þessu tilefni.
Allt meðlæti kemur frá Íslensk Ameríska, malt og appelsín frá Ölgerðinni, sælgætið frá Freyju og sósur frá Natan og Olsen, Neko heildverslun útvegaði okkur kerti og servíettur en kartöflurnar koma beint frá býli, Miðskeri, Nesjum Hornafirði. Oddi /Plastprent gáfu okkur jólalega plastpoka og loks var ákveðið að hverfa aftur til fortíðar, þess tíma er kerti og spil þóttu góð og nytsöm jólagjöf og settur var spilastokkur í hvern poka en það var einmitt bankinn okkar Íslandsbanki Höfðabakka sem hljóp undir bagga með okkur og útvegaði 50 glæsilega spilastokka.

Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að þessu verkefni fyrir stuðninginn því það er vart hægt að gera út svona glæsilegt verkefni án stuðnings hinna góðu aðila sem tóku þátt í þessu með okkur á margvíslegan hátt.

Fréttin sótt á facebook.