Afhending friðarverkefnaverðlauna Lions hreyfingarinnar

Fridarspjald18Sunnudaginn 17. febrúar voru afhent verðlaun fyrir Friðarveggspjalda- og ritgerðarsamkeppni Lions 2012. Fjölskyldur vinningshafanna þeirra Ástrósar Baldursdóttir (friðarmynd) og Más Gunnarssonar (friðarritgerð) mættu ásamt Lionsfólki sem að þessu verkefni kom. Alls mættu 46 manns og tóku þátt í þessari gleðistund. Boðið var upp á tónlistaratriði. Annars vegar spilaði vinningshafinn í ritgerðarsamkeppninni, Már Gunnarsson, á píanó og söng frumsamið lag

 „ Ég á áhyggjulaust líf“ 

við mikinn fögnuð viðstaddra. Einnig steig á stokk Björgúlfur Þorsteinsson og söng og spilaði lag Lennons Imagine Peace“ í þýðingu Þórarins Eldjárns „Hugsa sér Frið“. Þessu verður gerð nánari skil í næstu útgáfu Lionsblaðsins.

Kveðja, Jórunn Guðmundsdóttir, friðarverkefnafulltrúi.

Sigrún Pálsdóttir, formaður LKL.Perlunnar.

Hér að neðan eru svipmyndir frá athöfninni:

Fridarspjald26
Fridarspjald39
Fridarspjald34
Fridarspjald55
Fridarspjald59
Fridarspjald63

Fridarspjald56