Afmælisgjöf Lions – í tilefni 60 ára afmælis Lions á Íslandi

Ágætu Lionsfélagar

Til hamingju með 60 ára afmæli Lions á Íslandi og vel heppnað þing og til hamingju með að við skyldum fá 10 milljón króna styrk frá LCIF til að geta gefið þjóðinni gjöf í tilefni afmælisins. Við fáum styrkinn afhentan, þegar við erum búin að safna jafn háu framlagi, þ.e. 10 milljónum króna til viðbótar frá klúbbum eða fyrirtækjum; - - en þetta er ekki alveg komið hjá okkur ennþá !

A_woman_eyeVið hvetjum alla Lionsklúbba til að taka þátt í þessu verkefni og að leggja inn á reikning Lions 0516-26-017722, kt. 640572-0869.
eða hafa samband við Sigríðar Kvaran á Lionsskrifstofunni Sóltúni 20,
sími 561-3122, netfang lions@lions.is

Það sem kemur í Hjálparsjóðinn okkar merkt „afmælisgjöf" mun verða veitt til þessa verkefnis. Margt smátt gerir eitt stórt. Við þökkum stuðninginn!

Í tilefni að 60 ára afmælis Lionshreyfingarinnar á Íslandi hefur hún sóttu um styrk til alþjóðahjálparsjóðsins LCIF um að styðja stórt verkefni á Íslandi og hefur verið ákveðið að þetta verkefni verði fjáröflun til kaupa á augnlækningatæki til Landsspítala Háskólasjúkrahús.  Tækið kostar um 18-19 Mkr. Samkvæmt reglum LCIF getur sjóðurinn að hámarki styrkt verkefnið um 75.000$ (um það bil 9 Mkr.) gegn jafnháu mótframlagi frá Lions á Íslandi. Styrkumsóknin hjá LCIF verður afgreidd í apríl.  Leitað verður til allra Lionsklúbba á landinu um stuðning, auk fyrirtækja sem tengjast heilbrigðisþjónustu.  

Um er að ræða tæki til aðgerðar innarlega í auganu svo sem í glerhlaupi, sjónhimnuaðgerðir svo sem við sjónhimnulos, aðgerðir vegna sykursýkisskemmda í augnbotni og loks vegna slysa á auga sem liggja djúpt í auganu.

Sjónverndin hefur verið efst á blaði hjá Lionshreyfingunni gegn um tíðina og má þar nefna  Helen Keller og sjónverndarátökin sem eru enn í gangi til dæmis í Kína. Við sölu fyrstu rauðu fjaðrarinnar hér á landi var gert stórátak í tækjavæðingu Augndeildar auk þess sem heilsugæslustöðvar voru tækjabúnar t.d. með augnþrýstimælum ofl. En í því sambandi hefur augndeildin hafi heldur orðið útundan á síðustu árum en það er kannski vegna fyrri tengsla.

Munið eftir íslenska hjálparsjóðnum

Sjá nánar >>>>>