Alþjóða sjón-verndardagur Lions 2014

Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions 2014 verður haldinn á Íslandi 

WSD_sssLions á Íslandi hefur verið falið að halda Alþjóðlega sjónverndardag Lions, 14. október 2014. Dagurinn er heimsviðburður innan Alþjóðasamtaka Lions þar sem sjónarhorninu er beint að sjónvernd og augnlækningum sérstaklega í því landi þar sem dagurinn er haldinn hverju sinni. Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions 2014 felur þannig í sér mikinn ávinning fyrir augnlækningar á Íslandi. Sjónvernd hefur verið aðalverkefni Lions síðan 1925.

Alþjóðlegt verkefni, samvinna og fjárhagslegur stuðningur

Október er mánuður sjónverndar. Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions er hátíðlegur viðburður sem haldinn hefur verið árlega frá árinu 1998 í samvinnu milli Alþjóðasamtaka Lions (Lions Club International ) og Lionshreyfingar í einhverju einu tilteknu landi hverju sinni.  Árið 2014 er dagurinn haldinn í samvinnu við Lionshreyfinguna á Íslandi. Markmiðið er að efla sjónvernd og kynna verkefni Lions. Auk þess, í tilefni dagsins, styrkir Alþjóðahjálparsjóður Lions (Lions Clubs International Foundation ) sjónverndarverkefni í viðkomandi landi. Augnlækningar á Íslandi munu því njóta góðs af þessum viðburði þetta árið. Alþjóðaforseti Lions kemur og tekur þátt í viðburðum dagsins, ásamt fleirum frá höfuðstöðvum Lions. Með í för verður kvikmyndatökulið sem myndar allt sem fram fer. Efnið verður notað til kynningar á sjónverndarverkefnum Lions og LCIF um heim allan. (Ath. „Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions“ er ekki endilega á sama degi og „Alþjóðlegi sjónverndardagur IAPB“ en það eru regnhlífarsamtök sem leiða alþjóðlegt forvarnarstarf gegn augnsjúkdómum og blindu; þeirra dagur er 9. október 2014. Lions er aðili að IAPB. )

Glærur frá kynningu á Lionsþing á Sauðárkróki

 Sjá meira um aðlþjóða hjálparsjóðinn LCIF >>>>>>

Fjölbreytt dagskrá 14. október 2014

  • Opnun – Hátíðarfundur kl. 13-15
    Dagskráin hefst með formlegri opnun, þar sem alþjóðaforseti Lions og forysta Lions á Íslandi skýra frá markmiðum dagsins. Læknar frá Landspítala munu ávarpa samkomuna, sem og aðrir fulltrúar íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Þá mun alþjóðaforseti Lions afhenda Landspítalanum gjöf til augnlækninga á Íslandi.
  • Sýning – Kynning kl. 15-19
    Kynningarþáttur dagsins snýr að almenningi. Kynntir eru helstu augnsjúkdómar, lækning við þeim og þjónusta við almenning. Kynningin verður haldin í samvinnu við augnlækna, sjóntækjafræðinga, Blindrafélagið og fleiri fagaðila.  Á sama stað verður kynning á verkefnum Lions á Íslandi og Alþjóðahjálparsjóðs Lions.
  • Kvölddagskrá kl. 20-22
    Að lokum verður sérstök dagskrá fyrir Lionsfélaga, gesti og samstarfsaðila, þar sem þeir gleðjast saman og fagna árangri dagsins með Joe Preston, alþjóðaforseta Lions 2014-2015 og fleiri góðum gestum.