Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember

Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember
Ágætu Lionsfélagar Nóvember er mánuður sykursýkisvarna og 14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra. Sykursýkisfulltrúar í umdæmi 109A og 109B hafa sent út kynningarbréf um blóðsykurmælingar. Við höfum nú endurútgefið sykursýkisbæklinginn okkar og er hægt að nálgast hann á Lionsskrifstofunni. Þar er einnig til endurútgefinn litli kynningarbæklingur Lions: Virkni og vinátta. Svo er til nýtt veggspjald um sykursýki, sem ég sendi ykkur sem pdf. og þið getið prentað út (stækkað) ef þið viljið. Gott er að hafa kynningarefni meðferðis við blóðsykurmælingar klúbbanna - til að kynna Lions. Við vonum að sem flestir Lionsklúbbar taki þátt í þessu verkefni og sjái tækifærin sem í því felast. Endilega vinnið að mælingum í samstafi við Félag sykursjúkra, ef þau eru á svæðinu. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar um verkefnið, hvenær og hvar þið ætlið að mæla og síðan að láta okkur vita hve margir voru mældir og hve margir með hækkað gildi og var vísað á heilsugæslu.   Með kveðju, Jón Bjarni ~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~ PID Jón Bjarni Þorsteinsson Heilbrigðisstjóri MD-109, Ísland (+354) 697-5447, bjarni@hraunfolk.net Lions Clubs International