Alþjóðaþing í Hamborg 2013 - einstök upplifun

head

Alþjóðaþing Lions 2013 verður haldið í Hamborg, Þýskalandi, 5.-7. júlí næstkomandi.
Úr grein Árna V. Friðriksson í september Lionsblaðinu:

Sjaldan gefst betra tækifæri fyrir okkur íslenskt Lionsfólk til að sækja alþjóðaþing en á næsta ári þegar það verður haldið í Hamborg í Þýskalandi. Það virðist enda vera mikill áhugi fyrir því að fjölmenna þangað. Að þessu sinni fer þinghaldið fram um helgi og dagana fyrir og eftir hana. Skrúðgangan verður laugardaginn 6. júlí og „International Show“ það sama kvöld. Opnunarhátíðin er á sunnudagsmorgni og innsetningarathöfnin verður síðasta daginn þ.e. þriðjudaginn 9. júlí. Þeir viðburðir sem við höfum jafnan sótt eru norræna kynningarkvöldið og norræna móttakan. Talað hefur verið um að hafa kynningarkvöldið fimmtudagskvöldið 4. og norrænu móttökuna mánudaginn 7 júlí. Þetta á þó eftir að staðfesta. Dagskrá þingsins og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðunni: http://www.lcichamburg.de/

 Hér má hlaða niður kynningarbækling um ferðina >>>>

Nefnd hefur verið starfandi við undirbúning ferðarinnar og neðanskráðir forsvarsmenn undirbúningsnefndarinnar.

Árni V. Friðriksson, fráfarandi fjölumdæmisstjóri og Halldór Kristjánsson, fyrrum fjölumdæmisstjóri, alþjóðasamskiptastjóri, IRD, 2010-2014,

E-mail_Halldór: halldor@tv.is og E-mail_Árni: avf@raftakn.is    

Sími_Halldór: 520 9000/893 0090 – Sími_Árni: 462 3669/864 6404