Alþjóðlegar ungmennabúðir LIONS – Bjartar nætur/Bright Nights 2013

Dagana 11. - 25. júlí stóðu Lionsklúbburinn Múli og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar sameiginlega að því verkefni að skipuleggja og reka ungmennabúðir fyrir 18 ungmenni, á aldrinum 17-20 ára, frá 16 Evópulöndum.
Búðirnar voru staðsettar í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð. Þar höfðu ungmennin samastað á milli þess sem þau ferðuðust um Austurland eftir skipulagðri dagskrá sem þeim hafði verið kynnt að mestu áður en þau komu til landsins. Fjölbreytnin var höfð að leiðarljósi og farið var vítt og breytt um fjórðunginn.

lions_budir_1_500_400

Byrjað var á því að sækja Egilsstaði heim þar sem fyrirtæki voru heimsótt og Minjasafn Austurlands skoðað. Einn daginn var farið um Velli og Skóga, stoppað í Hallormsstaðaskógi, þaðan var ekið í Fljótsdal, áð á Skriðuklaustri og Snæfellsstofa heimsótt. Haldið var í Snæfellsskála þar sem farið var í kvöldgöngu og síðan gist þar. Daginn eftir var ekið yfir Kárahnjúkastíflu að Sænautaseli þar sem notið var veitinga og vitjað um silunganet, þaðan var ekið í Klaustursel og starfsemin þar skoðuð. Farið var í skoðunarferð um Tunguna þar sem farið var m.a. á hestbak í Húsey og kúabúið á Hallfreðarstöðum skoðað. Sá dagur endaði með grillveislu í Tungubúð.

Sjá meira í frétt Austur Frétt >>>>>>>