Alþjóðlegt Lionsverkefni: Lestrarátak – Barátta gegn ólæsi

Lestrartak_Bartta_gegn_lsi4

Ólæsi á Íslandi


Málþing Lions:

Norræna húsinu                      

Þriðjudaginn 12. febrúar 2013
kl. 16:30-18:30

Allir velkomnir Aðgangur ókeypis

Á málþinginu fjallar fagfólk um þennan mikla vanda og leitar lausna. Markmiðið er að vekja athygli og kveikja áhuga, meðal Lionsfélaga, fagfólks og almennings, svo við getum í sameiningu bætt læsi Íslendinga, jafnt barna sem fullorðinna.

Dagskrá:

  • Setning: Kristinn Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi

  • Opnun: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

  • Lestrarátak Lions: Guðrún Björt Yngvadóttir, alþjóðastjórn Lions

  • Steinunn Torfadóttir, lektor í lestrarfræði og sérkennslu við Háskóla Íslands

Lokum ekki leiðum barna að læsi – Nýtum þekkinguna til betri árangurs

Lestrarnám er langt þróunarferli sem hefst snemma á æviskeiði barnsins og spannar skólagöngu þess frá leikskóla og upp á unglingsár. Flest börn ná tökum á þessari mikilvægu færni án verulegra átaka, en fyrir önnur er þetta fyrirhafnarsöm, erfið og sár reynsla með ótal hindrunum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að snemmtæk íhlutun og vönduð og fagleg lestrarkennsla með raunprófuðum kennsluaðferðum á fyrstu þremur til fjórum árum grunnskólagöngunnar er úrslitaatriði fyrir velgengni barna í lestrarnámi, ekki síst þeirra barna sem eiga erfitt með að ná tökum á lestri.

  • Guðmundur B. Kristmundsson

Læsi fullorðinna – Að verða betri lesari: Leiðir til að bæta sitt eigið læsi og bæta lífsgæðin

Í nútíma samfélögum hafa kröfur til læsis, lestrar og ritunar, stöðugt verið að aukast á undanförnum áratugum. Þetta þýðir að allmargir fullorðnir einstaklingar kunna að eiga í verulegum vanda við að standast þær kröfur, auk þess sem talsverður hópur á við alvarlegan lestrarvanda að etja. Þá má búast við að þennan vanda sé einnig að finna í hópi fólks með annað mál en íslensku. Hér þarf að bregðast við af enn meiri krafti en áður og þar er um ýmsar leiðir að velja. Víða má sjá sterk tengsl milli læsis, hags og hamingju.

  • Andri Snær Magnason,

Eitt orð segir meira en þúsund myndir

Andri Snær Magnason hefur skrifað barnabækur, ljóð, leikrit og fræðirit. Hann hefur ásamt hópi rithöfunda sem kallast hjálparsveit skálda vakið athygli á mikilvægi lestrar og læsis. Í erindi sínu fjallar hann um orð í öllum sínum myndum. rithöfundur , dósent í íslenskukennslu og lestrarfræði við Háskóla Íslands

Hvað er læsi?

Hugtakið læsi er notað um lágmarksfærni til að lesa texta og skrifa á tilteknu tungumáli. Talið er að um einn milljarður manna séu ólæsir í heiminum í dag og að einn af hverjum fjórum fullorðnum geti ekki lesið.
president-theme-patch-Madden