Alzheimer og kæfisvefn Erfðafræði og Alzheimer

Upplifun sjúklinga í kjölfar greiningar

27. febrúar, 2012

Nánari upplýsingar veitir:
Jón Snædal yfirlæknir
Gsm: 864 0478 
jsnaedal@landspitali.is

AlzheimerMiðvikudaginn 29. febrúar stóð Lionshreyfingin fyrir fræðslufundi um Alzheimer í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Fundurinn var haldinn í minningu Þórunnar Gestsdóttur.

Umtalsverð gróska er nú í íslenskum rannsóknum á Alzheimer og var sérstaklega fjallað um þær á fundinum. Meðal þess sem fram kom er að nú er verið að skoða tengsl milli Alzheimer-sjúkdómsins og kæfisvefns en þar er um að ræða nýja nálgun. Greint var frá rannsóknum í erfðafræði og nýrri greiningaraðferð sem hefur verið tekin í notkun hér á landi. Einnig var sagt frá rannsókn á persónulegri upplifun Alzheimersjúklinga, þ.e. hvað þeir upplifa og finna í kjölfar greiningar.  Vinsamlegast hafið samband við ofangreindan tengilið til að fá nánari upplýsingar um þessi atriði og/eða viðtal.

Skoða tengsl kæfisvefns og Alzheimer (MBL)

Rannsókn sem gerð var hér á landi fyrir rúmu ári sýndi fram á að kæfisvefn væri algengari hjá þeim sem eru með Alzheimers-sjúkdóminn. Núna er komin í gang stærri rannsókn, í samstarfi við svefnrannsóknastofu Landspítalans, þar sem skoða á betur hvort og þá hvaða tengsl geti verið þarna á milli.

Sjá á MBL