BLÓÐSYKURMÆLINGAR

Maeling
Sykursýkismæling undirbúin á Húsavík

Lionshreyfingin er nú orðin 60 ára. Á þessu starfsári eins og áður reynum við að vera sýmileg.
Eitt slíkt átak er nú í gangi tengt sykursýkis forvörnum. Lionsklúbbarnir bjóða upp á fría blóðsykursmælingar og hefur það tekist með afbrigðum vel. 28 lionsklúbbar í 109 A
taka þátt í þetta sinn og fer mælingin fram 14 nóvember 2011 . Kynningin hefur tekist vel og við fáum að kynna þetta m.a. 3 var í ýmsum útvarpsstöðvum..Undirbúningurinn er mikilvægur áður en af stað er farið. Ræða við heilsugæsluna kynna málið og sykursýkisfélagið ef það er á staðnum. Þessi sjúkdómur er oft dulinn og að meðaltali finnum við 5-7 sem eru með óþekkta blóðsykurhækkun og er þeim vísað á heilsugæsluna á staðnum. Þarna fæst góð kynning á einfaldan hátt og íbúar fagna átakinu.

VERUM SÝNILEG. Takk fyrir einstakt framtak lionsklúbbar í 109 A / Jón Bjarni Þorsteinsson

Mánudaginn 14. nóvember verða blóðsykursmælingar í boði á eftirtöldum stöðum:

  • Í þessum heilsugæslustöðvum á Suðurlandi á opnunartíma stöðvanna á hverjum stað: Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarás, Hella, Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur.
  • Í Vestmannaeyjum milli kl. 14 til 16 í Lyfjum og heilsu þann 14. nóv.
  • Á Hornafirði: Í apóteki Lyfju kl. 10-18. Á Seyðisfirði í verslun Samkaupa Strax milli kl 16 og 18. Á Eskifirði í apóteki Lyfju á opnunartíma.
  • Á Suðurnesjum: Í Keflavík  í heilsugæslunni. Í apótekum Lyfju á opnunartíma og Lyfja og heilsu kl 14-17. Í Grindavík í apóteki Lyfju kl. 9-11.
  • Í Reykjavík: Lyfja Lágmúla kl. 8 - 18. Lyf & heilsa Hamraborg, Kópavogi  kl. 10-14. Lyf & heilsa JL húsinu v/Hringbraut, Reykjavík kl. 9-12

Síðast liðin föstudag fóru fram mælingar á heilsugæslunni á Selfossi og á laugardag í Smáratorgi.