Boðið upp á kynningu á verkefnunum friðarveggspjald og ritgerðarsamkeppni um frið

Haldin var svæðisfundur í svæði 8 í umdæmi 109A fimmtudaginn 4. október.  Daníel G. Björnsson svæðisstjóri stjórnaði fundi.  Í umræðum á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir sem hægt er að nota að hressa upp á starf klúbbana, sem félagar deildu með sér.

Jórunn Guðmundsdóttir sagði frá unglingaskiptastarfinu og spunnust talsverðar umræðum um frekari kynningu á unglingaskiptastarfinu og möguleika að fá ungling sem búinn er að fara, til að segja sína ferðasögu á klúbbfundum.

Svaedisfundur
Jórunn Guðmundsdóttir       Daníel G. Björnsson      Björgúlfur Þorsteinsson

Auk þess kynnti Jórunn Friðarveggspjalda ritgerðarsamkeppnina, þar sem keppnin í ár höfðar beint til lagsins „Imagine Peace“ eftir Yoko og John Lennon í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns „Hugsa sér frið“.  Jórunn hefur fengið Björgúlf Þorsteinsson fyrrum fjölumdæmisstjóra til að útsetja lagið sem hann flutti á fundinum.  Þau Jórunn og Björgúlfur eru tilbúin til að koma á fundi og kynna þetta verkefni og flytja lagið.

Þetta var frábær fundur