„Börnin þekkja frið“

Peace__LogoFriðarveggspjaldasamkeppni meðal ungs fólks

Alþjóðlega Lionshreyfingin hefur staðið fyrir friðarveggspjaldasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 11 – 13 ára í 20 ár. Lionshreyfingin starfar í 206 þjóðlöndum og erum við Íslendingar einn hlekkur í þeirri keðju með  2.400  Lions félaga starfandi í 89 klúbbum.

Við leitum til þín í þeirri von að  þinn skóli vilji vera þátttakandi í þessu skemmtilega verkefni. Hver skóli sem tekur þátt fær viðurkenningarskjal frá Lionshreyfingunni á Íslandi.

Sá nemandi sem  vinnur samkeppnina á Íslandi fær verðlaun og viðurkenningarskjal.

Alþjóðlega Lionshreyfingin veitir vinningshafa í fyrsta sæti í alþjóðakeppninni $2.500 og ferð ásamt tveimur fjölskyldumeðlimum og formanni stuðningsklúbbs á  sérstaka vinningshátíð sem haldin verður í New York (gæti breyst).  Þátttakendur í  2. – 23. sæti fá $500.

Þema  árið 2011 er „Children know Peace“    „Börnin þekkja frið“

Hér má sjá reglur keppninnar  >>>>