Dagur íslenskrar tungu

Vigdis_og_Kristinn

Frú Vigdís Finnbogadóttir setur af stað spilun á prufu-
útgáfu af Dóru og Karli, nýjum íslenskum talgervils-
röddum frá Ivona. Við hlið hennar stendur Kristinn
Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins og verk-
efnastjóri talgervilsverkefnisins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2011, var kynntur mikilvægur áfangi í Talgervilsverkefni Blindrafélagsins, sem ber yfirskriftina: „Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign – bætt lífsgæði – íslensk málrækt.“ Þetta verkefni var sem kunnugt er styrkt af Lions, með afrakstri Rauðufjaðrarsöfnarinnar í vor.

Áfanginn felst í því að prufuútgáfur af nýjum íslenskum talgervilsröddum, Karli og Dóru, heyrðust í fyrsta sinn opinberlega. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, setti af stað spilun á röddunum á samkomu sem var í húsi Blindrafélagsins kl. 14:00 á degi íslenskrar tungu.

Nánari upplýsingar um talgervlaverkefni Blindrafélagsins má sjá hér: http://www.blind.is/verkefni/talgervlaverkefnid/   og hér: http://www.blind.is/frettir/nr/1338