Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kæru Lionsfélagar Ég hef alltaf haft þá trú að passa uppá þá hluti sem mér þykir vænt um. Þess vegna held ég heimili mínu snyrtilegu og vökva blómin. Ef eitthvað skemmist þá lagfæri ég það. Ég veit að ef ég geri ekki þessa hluti, þá verður hús mitt ekki sá staður sem ég kalla heimili. Herbergin væru í rusli ef ég held þeim ekki snyrtilegum, húsið færi í niðurníðslu ef ég hirti ekki um það, og blómin mundu deyja ef þau væru ekki vökvuð. Mitt hús er í Brooklyn. Þitt gæti verið í Kentucky eða Mexico eða Indlandi. En það er sama hvar við búum, þá eigum við eitt sameiginlegt heimili—Jörðina. Hún full af allskonar margbreytileika og fegurð. Sem Lionsfélagar ber okkur skylda til að hugsa vel um umhverfið á sama hátt og við hugsum um annað mannfólk. Við getum ekki aðskilið velferð fólksins frá velferð plánetu okkar. Dagur Jarðar er 22. apríl og mér finnst við ættum að spyrja okkur sjálf á hverjum degi, hvað við getum meira til að vernda og endurnýja náttúru jarðar. Hvort þú tekur þátt í hreinsunarátaki, tekur frá horn í garðinum undir plöntur, eða skoða hvort þú tekur nægilega þátt í endurnýtingu. Ég vona að þið finnið leið til að gefa eitthvað til baka til umhverfisins í þessum mánuði. Það er sama hvar í heimi við búum, við eigum bara eitt sameiginlegt heimili og við skulum passa vel uppá það saman. Ykkar til þjónustu. Douglas X. Alexander alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar Þýðing: Geir Hauksson