Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Allir Lionsklúbbar geta sent keppendur sér að kostnaðarlausu.
15-18 ára leiðtogar Samkeppni Lions „Young Ambassadors“ er haldin á Evrópu Forum á hverju hausti. Keppnin er fyrir ungt fólk á aldrinum 15-18 ára, sem sinnir góðgerðamálum og eru góðir fulltrúar ungmenna og málsvari fyrir sjálfboðastörf. Markmið með keppninni er að viðurkenna, hvetja og styðja ungt fólk sem tekur virkan þátt í samfélagsverkefnum eða góðgerðarmálum í sínu nærsamfélagi, á landsvísu eða heimsvísu.
Loksins á Íslandi
Forkeppni er haldin á Íslandi í vetur og íslenski sigurvegarinn sendur í aðalkeppnina á Evrópu Forum 2017. Allir keppendur fá sérstaka viðurkenningu. Íslenski sigurvegarinn fær farandbikar á fjölumdæmisþingi í Reykjavík 22. apríl 2017, ásamt peningaverðlaunum, 150.000 kr. Sigurvegarinn fer síðan sem fulltrúi Ísland í aðalkeppnina á Evrópu Forum í Montreux, Sviss, 28. -30. september 2017. Hann kynnir árangur sinn á liðnu ári og tekur síðan þátt í að verðlauna arftaka sinn á fjölumdæmisþingi í á Íslandi 2018. Umsóknarfrestur til 31. janúar 2017.
Nánari upplýsingar má finna hér.