Lionsklúbbur Grindavíkur afhenti þann 9. apríl síðastliðinn, fyrir hönd 13 félaga og fyrirtækja, fulltrúum HSS í Grindavík Lukas hjartahnoðtæki, sem staðsett verður í sjúkrabíl HSS í Grindavík. Hjartahnoðtækið gefur sjúkraflutningamönnum aukið svigrúm til að sinna sjúklingnum á annan hátt samhliða því að hjartahnoð á sér stað.
Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Lionsklúbbur Grindavíkur samþykkti á félagsfundi þann 1. október síðastliðinn að standa að söfnunarátaki til kaupa á hjartahnoðtæki sem nýtist samfélaginu í Grindavík við þær aðstæður þegar hjartastopp á sér stað. Með aðstoð félaga og fyrirtækja í Grindavík tókst þetta verkefni mjög vel og er það til mikils öryggis fyrir samfélagið.
Eftirfarandi félög og fyrirtæki, auk Lionsklúbbs Grindavíkur, lögðu sitt að mörkum: Slysavarnadeildin Þórkatla, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Bláa lónið hf, Einhamar seafood ehf, Þorbjörn hf, Vísir hf, Stakkavík hf, Marver ehf, Íslandsbleikja ehf og Gjögur hf.